mánudagur, nóvember 07, 2005

Grein: Dangling Listicles

That great bane of contemporary media, the Listicle, made another appearance last week. This time, it was in answer to that nagging question: what were the 40 greatest magazine covers of the last 40 years?

Dangling Listicles á Speak Up

mánudagur, október 24, 2005

Svar: Web Development Trends for 2006

Nokkuð áhugaverð grein fyrir þá sem eru að spá í vefmálum. Frekar tæknileg en samt sem áður eru þarna eitt eða tvö atriði sem hönnuðir verða að tileinka sér (eða allavega vita af) til að njóta framfara í faginu. Ég ætla ekki að eyða púðri í tæknilegu atriðin heldur mun ég tala hér um þau atriði sem koma hönnuðum beint við og geta breytt þeirra vinnuferli á einhvern hátt.

Mér fannst áhugaverð þessi „yellow fade technique“ sem var talað um þarna. Hún er ekki of ágeng og hjálpar í raun notandanum með auðveldum hætti að koma auga á breytingar. Þeir tala um þennan effect í samhengi við „mjúka vöfrun“ þ.e. að veflakk verði yfir höfuð allt mýkra. Vefsíður dofni og skýrist smám saman á skjánum. Ég held að við verðum að varast þannig fítusa þó að þeir virki hrífandi við fyrstu sýn. Sérstaklega ef þeir taka frá okkur of mikinn tíma. Ég yrði æfur ef ég þyrfti að bíða í tvær auka sekúndur milli vefsíðna bara fyrir eitthvað „fade.“

Buffering líst mér mjög vel á. Sérstklega þar sem vefsíður eru óðum að verða stærri og flóknari. Þetta kemur kannski ekki hönnuninni sjálfri beint við en ánægja notandans er vissulega samofin biðtíma. Biðtími fer vissulega nokkuð eftir þyngd grafísku elementanna á vefsíðunni en þarna er meira verið að tala um scriptur og kóða sem þarf að hlaða í bakgrunni.

Fleira var það ekki í greinninni sem talaði til mín...
Að ofansögðu hefði mér fundist hún passa betur inn á vefforritunarblogg. Hver verða trendin í vefsíðuhönnun?

miðvikudagur, október 19, 2005

Svar: Cult of ugly

Það er mjög viðeigandi að það hafi verið vísað í þessa áhugaverðu grein eftir Steven Heller nú akkúrat þegar ég er búinn að vaða, með erfiðleikum, í gegn um heimspekilegar kenningar John Dewey um fagurfræðilega upplifun. En ég fer kannski eitthvað í hann á eftir ef mér finnst það passa við svar mitt.

Fyrsta spurningin sem kemur upp í huga minn við lestur greinarinnar er: Getur fegurð (og/eða ljótleiki) verið eitthvað annað en huglægt mat áhorfandans? Er hægt að byggja skilning þessara hugtaka á reglum og viðmiðum eins og „...preference for balance and harmony serve as the foundation for even the most unconventional compositions.“

Sjálfur tel ég mig aðhyllast ákveðinn funksjónalisma. Ég er undir áhrifum frá módernistunum þar sem hugmyndir mínar um fegurð byggjast að mestu leiti á virkni hlutanna og sterku samhengi milli forms og inntaks/hlutverki. Fyrir mér er grafísk hönnun aðeins góð ef hún „heppnast.“ Það er kannski þessvegna sem að á síðari árum hef ég tekið upp að mestu leyti aðferðir internationalistanna hvað týpógrafíu og samsetningu varðar. Mér finnst þær aðferðir einfaldlega „virka“ best í flestum tilfellum.

Hinsvegar hef ég nokkrum sinnum lent í því að sú nálgun á ekki við það viðfangsefni sem ég á að vinna með. Þá hef ég spurt mig að því hvort að form geti ekki alveg eins fylgt inntaki í þeim tilfellum alveg eins og í þeim sem ég nefni hér að ofan. Ef ég fæ t.d. kaótískt inntak, er þá ekki viðeigandi að formið sé einnig kaótískt? T.d. ef ég geri veggspjald fyrir pönk tónleika?

Að mínu mati snýst falleg hönnun um það sem er viðeigandi hverju sinni. (Form follows function) Ég gæti reynt að færa rök fyrir því að pönk veggjspjaldið myndi sóma sér betur í fagurfræðilegum anda internationalistanna en svo er sennilega ekki. Góð grafísk hönnun snýst nefnilega einnig um heiðarleika. Hvert er inntak pönk tónleika? Býður það inntak upp á hlutlausa fagurfræðilega nálgun að hætti internationalistanna? Ég tel svarið vera nei. Finnst mér hin póstmóderníska pönkstefna innan grafískrar hönnunar falleg? Persónulega, nei! En virkar stefnan í þessu samhengi? Alveg tvímælalaust!

Hönnuðir þurfa að hugsa út í það hver skilaboðin í verkum þeirra eru. Einhver mætur maður sagði einhverntíman „You can not not communicate“ en ég held að það sé greinarmunur á því að miðla með tilgangi og að miðla til þess að miðla. Mikið af verkum dagsins í dag miðla einungis til þess að miðla. Þau jafnvel trufla farveg réttrar miðlunar. Hjá þessum hönnuðum snýst hönnun að mestu leyti um að fylla blaðsíðu af skreyti eða höfða til ákveðins tíðaranda innan hönnunarsamfélagsins. Eða með öðrum orðum að höfða til „coolsins“ og hunsa samhengi forms og inntaks. Eitthvað sem Adolf Loos myndi snúa sér í gröfinni yfir.

Eins og Siggi Orri sagði hérna fyrr finnst mér slíkar æfingar þó eiga rétt á sér innan veggja þess verndaða umhverfi sem skóli er eða til þess að æfa ákveðinn hæfileika sem nýta má á praktískari sviðum grafískrar hönnunar. Að mínu mati er opinber birting þeirra hinsvegar aðeins réttlætanleg ef að þessar æfingar eru titlaðar sem sjálfssprottin listaverk eða myndskreytingar frá hendi hönnuðana. Þegar „út“ er komið ætti hönnuðurinn að vera búinn að þroska sjálfþekkingargreind sína það vel að hann geti nýtt niðurstöðurnar úr þessum æfingum sem effektíva leið til miðlunar á upplýsingum.

En jæja klukkan er orðin mjög margt og ég er farinn að hallast að því að rauði þráðurinn í þessu svari sé fokinn allsvakalega út um gluggann... læt þetta nægja í bili. Bíst fastlega við að þetta svar muni vekja einhver viðbrögð...

þriðjudagur, október 18, 2005

Svar: Cult of the ugly.

As a student in graphic design, I have been taught that every good design is based on an idea. The design itself represents the idea in the most apparent and ideal way. This way of seeing the world of design is very important and a fundamental way of thinking in general when it comes to design, whether in graphic design, product design, architecture etc.

The execution of a single idea is crucial. Alongside this method you must aquire a vast amount of knowledge, a knowledge of history and methods. Seeing the work of other designers, reading their essays, almost getting into their state of mind when they produced a certain design. By doing this you are in a way restricting yourself to a array of do’s and dont’s. This array sometimes becomes your greatest nemesis in your creative process, because you might get a brilliant idea, an idea that requires only a simple illustration, dialog or a word, and presto! A masterpiece is born. But as soon as you put the finishing touch on your design, you realize that you’ve seen this before.
An anti-climax that many designers have experienced.

This array, in most cases though, becomes your greatest instrument, because with the knowledge that you’ve aquired over the years, you become more confident in your solution-making abilities. It’s a two way street, it’s just a matter of how you, as a designer, choose to use this information.

When you are in school, you should experiment, with your work I mean. You should make “ugly” designs and concept everything to hell. But you should also just let go of your boundaries, just make stuff. Sometimes it makes sense, other times it won’t. This is a freedom that students have. Clients do not appreciate this kind of thinking, but by the time a student is dealing with them, he or she should have already gone through a phase of some sort and knows his or hers capabilities to some extent.

When it comes to saying something is ugly, is it a matter of pure aesthetics? And where do theses aesthetic values of someone come from? What states so clearly in an “ugly” design that makes it so ugly?

Can a piece, made by an famous designer, based on a brilliant idea, who consciously made an effort of making the end point looking very primitive, “out there” or just a matter of form following function be considered ugly?

Ask a designer, and he’ll probably say yes, but he’ll try to make sense of it, using what he sees. Trying to connect some invisible dots that must explain the hidiousness of this piece. Or he’ll try to go deeper and claim that this is a daring piece, which has broken loose from it’s boundaries and roaring with pride and screaming ugly at you.
Other designers might adopt this brand new ugly style, and for about 3-4 years every design is pretty much ugly. David Carson?

Post moderinsm is essentially the home of the ugly. Because when using bits and pieces from different cultures and different decades, blending everything together and producing something that has a point, instead of a look or a feel, you’re bound to get something ugly from time to time. The world accepted this transition almost blindfolded to the things right in front of them, in denial to admit to ugliness because of the very apparent idea or point behind the design. Many beautiful things make one ugly. Do many ugly things make one beautiful?

Ugly is part of evolution. Whether to inspire new aesthetitcs or stand as a warning sign for future designers.

mánudagur, október 17, 2005

Grein : Thoughts on the Poster

Eftir Armin Hoffman frá 1986

„Because the designer no longer executes his visual ideas manually but rather realizes them mechanically by means of electronically controlled cameras, his relationship to content and expression, to form and color, has changed.“

http://thegalleriesatmoore.org/publications/baselah.shtml

fimmtudagur, október 13, 2005

Afrit

Velkomin á Afrit!

Afrit er hópblog með það aðalmarkmið að auka lestrartíðni hönnuða á fagtengdum greinum og lesefni og stuðla að faglegri og áhugaverðri umfjöllun um efnistök þeirra.

Í hverri viku vísum við í allt að þrjár greinar sem tengjast hönnun á einhvern hátt. Öllum er velkomið að lesa greinarnar en aðeins meðlimir bloggsins fá að skrifa umfjöllun eða svör sín við efnistökum þeirra.

Það gefur því auga leið að efnistökin hérna verða þónokkuð almenn þar sem nær ógerlegt er að finna eitthvað málefni sem tengist ekki hönnun í víðu samhengi.

Færslurnar hérna á Afrit eru af tvennskonar hætti:
Grein : Nafn á grein
Svar: Nafn á grein

Sú fyrri er einfaldlega vísir í grein og heiti hennar. Færslan samanstendur af stuttum útdrætti eða tilvitnun í greinina og vísun á hana með tengli. Sú síðari er svar við ákveðinni grein og er þá nafn hennar tilgreint í fyrirsögninni. Nafnakerfi sem þetta er mikilvægt til þess að lesendur viti um hvaða grein er verið að fjalla um hverju sinni.

Meðlimastefna Afrits líkist „invite“ módelinu sem Google Mail er svo þekkt fyrir. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu bloggi og þekkir einhvern sem er meðlimur skaltu hafa samband við hann og fá hann til að bjóða þér á bloggið.

Nokkur þátttökuviðmið:
  • Æskilegt er að grein meðlims sé svarað að minnsta kosti einu sinni áður en hann vísar í nýja. Hafi greininni ekki verið svarað eftir tvær vikur má hann senda inn nýja grein.
  • Miða skal við að svör séu ekki styttri en 150 orð.
  • Farið verður yfir þátttöku meðlima á tveggja mánaða fresti. Meðlimir fá þá stígvélið hafi þeir verið algerlega óvirkir yfir þann tíma.
  • Ritstefna Afrits miðar að því að færa inn fleiri svör heldur en greinar inn á bloggið. Engin ástæða þykir að vísa í greinar ef ekki er um þær rætt. Einbeiting meðlima ætti því fyrst og fremst að fara í að lesa greinarnar og svara þeim í stað þess að kappkosta við að vísa í nýjar greinar.

Þetta blog er fyrst og fremst tilraun.

Njótið vel...