fimmtudagur, október 13, 2005

Afrit

Velkomin á Afrit!

Afrit er hópblog með það aðalmarkmið að auka lestrartíðni hönnuða á fagtengdum greinum og lesefni og stuðla að faglegri og áhugaverðri umfjöllun um efnistök þeirra.

Í hverri viku vísum við í allt að þrjár greinar sem tengjast hönnun á einhvern hátt. Öllum er velkomið að lesa greinarnar en aðeins meðlimir bloggsins fá að skrifa umfjöllun eða svör sín við efnistökum þeirra.

Það gefur því auga leið að efnistökin hérna verða þónokkuð almenn þar sem nær ógerlegt er að finna eitthvað málefni sem tengist ekki hönnun í víðu samhengi.

Færslurnar hérna á Afrit eru af tvennskonar hætti:
Grein : Nafn á grein
Svar: Nafn á grein

Sú fyrri er einfaldlega vísir í grein og heiti hennar. Færslan samanstendur af stuttum útdrætti eða tilvitnun í greinina og vísun á hana með tengli. Sú síðari er svar við ákveðinni grein og er þá nafn hennar tilgreint í fyrirsögninni. Nafnakerfi sem þetta er mikilvægt til þess að lesendur viti um hvaða grein er verið að fjalla um hverju sinni.

Meðlimastefna Afrits líkist „invite“ módelinu sem Google Mail er svo þekkt fyrir. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu bloggi og þekkir einhvern sem er meðlimur skaltu hafa samband við hann og fá hann til að bjóða þér á bloggið.

Nokkur þátttökuviðmið:
  • Æskilegt er að grein meðlims sé svarað að minnsta kosti einu sinni áður en hann vísar í nýja. Hafi greininni ekki verið svarað eftir tvær vikur má hann senda inn nýja grein.
  • Miða skal við að svör séu ekki styttri en 150 orð.
  • Farið verður yfir þátttöku meðlima á tveggja mánaða fresti. Meðlimir fá þá stígvélið hafi þeir verið algerlega óvirkir yfir þann tíma.
  • Ritstefna Afrits miðar að því að færa inn fleiri svör heldur en greinar inn á bloggið. Engin ástæða þykir að vísa í greinar ef ekki er um þær rætt. Einbeiting meðlima ætti því fyrst og fremst að fara í að lesa greinarnar og svara þeim í stað þess að kappkosta við að vísa í nýjar greinar.

Þetta blog er fyrst og fremst tilraun.

Njótið vel...

1 Comments:

Blogger bgudna said...

frábært framtak .. hlakka til að lesa og ( ef mér dettur eitthvað í hug) pósta á síðuna .. góður plús að vera með rss feed í gangi

11:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home